Erlent

Hermaður stunginn í hálsinn

mynd/getty

Ráðist var á franskan hermann og hann stunginn í hálsinn í útjaðri Parísar í gærkvöldi.

Hermaðurinn var fluttur á sjúkrahús með alvarlega áverka. Árásamaðurinn flúði af vettvangi áður en félagar hermannsins náðu að bregðast við.

Frönsk yfirvöld útiloka ekki að árásin í gær tengist morðinu á breska hermanninum í London á miðvikudaginn. Þar voru tveir Íslamistar handteknir.

Árásamaðurinn í Frakklandi í gær er talinn vera ættaður frá Norður Afríku af lýsingum að dæma en að öðru leyti er lítið vitað um hann. Hans er nú ákaft leitað. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×