Erlent

Brú hrundi eftir árekstur flutningalesta

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Mynd/AP

Tvær flutningalestir skullu saman á aðfaranótt laugardags skammt frá bænum Rockview í Missouri-fylki Bandaríkjanna og felldu um leið brúarstólpa sem varð til þess að brúin hrundi.

Til allrar hamingju var enginn á brúnni þegar slysið varð, en tveir óheppnir ökumenn óku bílum sínum fram af brotinni brúnni, enda niðamyrkur úti. Ökumenn og farþegar bílanna, alls fimm manns, sluppu með lítilsháttar áverka.

Þá voru tveir dregnir úr braki annarrar lestarinnar með skrámur, en eignatjónið var gríðarlegt eins og sjá má á ljósmyndum.

Mynd/AP
Mynd/AP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×