„Sænskt munntóbak er ekki krabbameinsvaldandi" Jóhannes Stefánsson skrifar 16. maí 2013 15:09 Sænskt munntóbak er mun skaðminna en reyktóbak, en þó ekki skaðlaust Mynd/ Getty/ Landspítali „Sænskt munntóbak er ekki krabbameinsvaldandi samkvæmt fjölmörgum löngum og stórum rannsóknum í Svíþjóð, þó að sumir tannlæknar og einstaka krabbameinslæknar hafi haldið því fram," segir Hannes Hjartarson, háls- nef- og eyrnalæknir sem hefur starfað árum saman við lækningar á krabbameini í höfði og hálsi. Hannes segir sænska munntóbakið þó ekki skaðlaust, enda skemmi það slímhúð og valdi ofholdgun og bólgum. Hannes segist þó ekki vita hvort íslenska neftóbakið, sem stundum er sett í vör, sé krabbameinsvaldandi. „Nú eru menn farnir að nota íslenskt neftóbak í munninn, það eru engar rannsóknir til um það og þetta er það nýlega byrjað [notkun þess í vör innsk. blm.] að við getum ekkert sagt fyrir um það hvort það sé krabbameinsvaldandi." Hannes segir þó að allt bendi til þess að neftóbak sem notað er í nefið sé ekki krabbameinsvaldandi.Áfangasigur fyrir reykingamenn að nota munntóbak Aðspurður um það hvort það sé rétt að neysla munntóbaks sé skaðminni en tóbaksreykingar segir Hannes: „Það er náttúrulega skaðminna en reykingar, það er bara staðreynd." Hannes segir að notkun munntóbaks geti komið sér vel fyrir þá sem hafa beitt öllum tiltækum ráðum til að hætta að reykja en ekki haft erindi sem erfiði. „Ég get nú persónulega mælt með því að menn [reykingamenn innsk. blm.] geti notað sænskt munntóbak, sem búið er að rannsaka í áratugi, og menn vita að sé ekki krabbameinsvaldandi. Þá er það hiklaust áfangasigur í því samhengi." Þá bætir Hannes við: „Þá er ég sammála því að þannig gæti það bjargað mannslífum."Segir órökrétt að banna innflutning á sænsku munntóbaki Hannes segir að það skjóti skökku við að komið sé í veg fyrir innflutning á vöru sem er mun skaðminni heldur en reyktóbak. „Ég myndi frekar banna innflutning á sígarettum og vindlum heldur en sænsku munntóbaki," segir Hannes. Íslenska neftóbakið er ólíkt því sænska, sem lengi hefur verið notað í vör, að því leyti að kornastærð hins íslenska er mun stærri og það er grófara en hið sænska. Þá er sænska munntóbakið oft rakt en hið íslenska þurrt. Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
„Sænskt munntóbak er ekki krabbameinsvaldandi samkvæmt fjölmörgum löngum og stórum rannsóknum í Svíþjóð, þó að sumir tannlæknar og einstaka krabbameinslæknar hafi haldið því fram," segir Hannes Hjartarson, háls- nef- og eyrnalæknir sem hefur starfað árum saman við lækningar á krabbameini í höfði og hálsi. Hannes segir sænska munntóbakið þó ekki skaðlaust, enda skemmi það slímhúð og valdi ofholdgun og bólgum. Hannes segist þó ekki vita hvort íslenska neftóbakið, sem stundum er sett í vör, sé krabbameinsvaldandi. „Nú eru menn farnir að nota íslenskt neftóbak í munninn, það eru engar rannsóknir til um það og þetta er það nýlega byrjað [notkun þess í vör innsk. blm.] að við getum ekkert sagt fyrir um það hvort það sé krabbameinsvaldandi." Hannes segir þó að allt bendi til þess að neftóbak sem notað er í nefið sé ekki krabbameinsvaldandi.Áfangasigur fyrir reykingamenn að nota munntóbak Aðspurður um það hvort það sé rétt að neysla munntóbaks sé skaðminni en tóbaksreykingar segir Hannes: „Það er náttúrulega skaðminna en reykingar, það er bara staðreynd." Hannes segir að notkun munntóbaks geti komið sér vel fyrir þá sem hafa beitt öllum tiltækum ráðum til að hætta að reykja en ekki haft erindi sem erfiði. „Ég get nú persónulega mælt með því að menn [reykingamenn innsk. blm.] geti notað sænskt munntóbak, sem búið er að rannsaka í áratugi, og menn vita að sé ekki krabbameinsvaldandi. Þá er það hiklaust áfangasigur í því samhengi." Þá bætir Hannes við: „Þá er ég sammála því að þannig gæti það bjargað mannslífum."Segir órökrétt að banna innflutning á sænsku munntóbaki Hannes segir að það skjóti skökku við að komið sé í veg fyrir innflutning á vöru sem er mun skaðminni heldur en reyktóbak. „Ég myndi frekar banna innflutning á sígarettum og vindlum heldur en sænsku munntóbaki," segir Hannes. Íslenska neftóbakið er ólíkt því sænska, sem lengi hefur verið notað í vör, að því leyti að kornastærð hins íslenska er mun stærri og það er grófara en hið sænska. Þá er sænska munntóbakið oft rakt en hið íslenska þurrt.
Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira