Erlent

Segir kínverska ferðamenn til skammar fyrir Kína

Jóhannes Stefánsson skrifar
Misjöfnum sögum fer af kínverskum ferðamönnum. Myndin er ekki af Wang Yang.
Misjöfnum sögum fer af kínverskum ferðamönnum. Myndin er ekki af Wang Yang. Mynd/ AFP

Wang Yang, aðstoðarforsætisráðherra Kína, segir „ósiðlega hegðun" kínverja á ferðum sínum erlendis eyðileggja ímynd landsins.

Þetta sagði Yang á fundi þar sem ný ferðamannalöggjöf var rædd samkvæmt kínverska fréttamiðlinum Shanghaiist. Hann nefndi sérstaklega hegðun á borð við þá að tala hátt á almannafæri, fara yfir á rauðu ljósi og að hrækja á gangstéttir, en hann telur kínverska ferðamenn koma óorði á Kína með þessu.

Það að hrækja er algengt víðsvegar um Kína og margir eldri kínverjar líta ekki á að það sé dónalegt eða ófágað að hrækja. Fyrir Ólympíuleikana 2008 voru gerðar tilraunir til að fá fá kínverja til að láta af þessari hegðun, en sérstök hrákalöggjöf hefur verið í gildi í landinu frá 9. áratugnum.

Þá hefur hegðun kínverja frá meginlandinu farið fyrir brjóstið á íbúum Hong-Kong, en íbúar borgríkisins telja hegðun þeirra á meginlandinu vera mjög dónalega þrátt fyrir það að fjöldi fólks á meginlandinu hafi efnast á seinustu árum.

Sömu sögu segja margir í Indónesíu sem taka við kínverskum ferðamönnum. Þeir eru sagðir sérstaklega háværir og frekir í framkomu. Kínverskum ferðamönnum hefur fjölgað um allan heim í kjölfar þess að íbúar landsins hafa margir hverjir efnast á seinustu árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×