Erlent

Skotárás á veitingastað

Fjórir voru skotnir til bana í skotárás á veitingastað bænum Aguas Bueans í Púertó Ríkó í nótt. Sex voru fluttir á sjúkrahús með skotsár, en enginn af þeim er í lífshættu.

Í yfirlýsingu frá lögreglu segir að fjörutíu og fimm ára gömul kona og sautján ára dóttir hennar séu á meðal hinna látnu. Að sögn AP fréttastofunnar keyrðu nokkrir grímuklæddir byssumenn upp að veitingastaðnum og skutu fyrirvaralaust úr vélbyssum sínum.

Enginn hefur verið handtekinn en rannsókn lögreglu er enn í fullum gangi.

Um fjórar milljónir búa í Púerto Ríkó og er tíðni morða þar mjög há.Árið 2011 rannsakaði lögreglan um ellefu hundruð morðmál.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×