Snýst ekki um kynjamisrétti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. maí 2013 11:22 „Leikirnir eru hraðari, það eru fleiri atvik sem geta orkað tvímælis og þýðir að gerða eru meiri kröfur til dómaranna af þeim sökum," segir Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands. Knattspyrnudómarar fá 156 prósent hærri laun fyrir að dæma í efstu deild karla og kvenna. Munurinn hefur vakið töluverð viðbrögð og hefur þingkona Sjálfstæðisflokksins, Ragnheiður Elín Árnadóttir, sagst ósátt með gang mála. „Ég get ekki séð að það eigi að gera minni kröfu til dómara í karlaleikjum en kvennaleikjum. Leikirnir eru 90 mínútur hver, það eru jafnmargir leikmenn inni á vellinum og það á að miða við," sagði þingkonan í útvarpsþættinum Ísland í bítið í morgun. Ragnheiður Elín segist hissa og svekkt á stöðu mála sem sé á skjön við það sem hún taldi eiga sér stað innan KSÍ. Hún segir að karlmenn megi líta til árangurs kvennalandsliðsins í knattspyrnu hvað varði markmiðasetningu og metnað. „Ég vil að kvennaleikirnir séu vel dæmdir og þar séu bestu dómararnir líka að dæma. KSÍ er ekki einkafyrirtæki úti í bæ. KSÍ er knattspyrnusamband Íslands sem fær tekjur meðal annars frá opinberum aðilum. Það er þeirra skylda að sömu kröfur séu gerðar til dómara í karla- og kvennaleikjum," segir Ragnheiður og kallar á svör frá KSÍ. Viðbrögð þeirra séu aftan úr forneskju. „Eru gerðar kröfur um betri dómgæslu, eru dómarar í betra formi?" spyr þingkonan.Gunnar Jarl Jónsson dæmir í efstu deild karla.Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, svaraði athugasemdum þingkonunnar síðar í þættinum. Sagði hann að hvert knattspyrnumót, bæði hér heima og erlendis, væri metið samkvæmt ákveðnum erfiðleikastuðlum hvað við kemur dómgæslu. Munur sé á leikjum í efstu deild karla og kvenna. „Leikirnir eru hraðari, það eru fleiri atvik sem geta orkað tvímælis og gerðar eru meiri kröfur til dómaranna (innsk: í Pepsi-deild karla) af þeim sökum," segir Þórir. Hann bendir á að það séu dómararnir sjálfir sem semji um laun og meti erfiðleikastig hverrar deildar. „Það er því skoðun dómaranna sjálfra að það sé mun erfiðara að dæma leiki í efstu deild karla en öðrum deildum. Hvort að launamunurinn eigi að vera svo mikill má hins vegar ræða," segir Þórir. Ekki sé um kynjamisrétti að ræða enda gildi hið sama þegar leikur í Meistaradeild Evrópu sé borinn saman við neðrideildarleik í Noregi. Leikurinn sé hraðari, erfiðleikastigið hærra og launagreiðslur hærri eftir því. Rétt er að taka fram að kvendómarar hér á landi eru mun færri karldómarar. Karlmenn sinna undantekningalítið dómgæslu hvort sem er í Pepsi-deild karla eða kvenna. Hægt er að hlusta á innslagið með Ragnheiði Elínu og Þóri Hákonarsyni í spilaranum hér fyrir ofan.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Dómarar í karladeildinni með 150% hærri laun Dómarar í Pepsi-deild karla fá 39.450 krónur í laun fyrir að dæma leiki innanbæjar. Launin eru mun hærri en kollegar þeirra kvennamegin fá. 5. maí 2013 14:49 Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Sjá meira
„Leikirnir eru hraðari, það eru fleiri atvik sem geta orkað tvímælis og þýðir að gerða eru meiri kröfur til dómaranna af þeim sökum," segir Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands. Knattspyrnudómarar fá 156 prósent hærri laun fyrir að dæma í efstu deild karla og kvenna. Munurinn hefur vakið töluverð viðbrögð og hefur þingkona Sjálfstæðisflokksins, Ragnheiður Elín Árnadóttir, sagst ósátt með gang mála. „Ég get ekki séð að það eigi að gera minni kröfu til dómara í karlaleikjum en kvennaleikjum. Leikirnir eru 90 mínútur hver, það eru jafnmargir leikmenn inni á vellinum og það á að miða við," sagði þingkonan í útvarpsþættinum Ísland í bítið í morgun. Ragnheiður Elín segist hissa og svekkt á stöðu mála sem sé á skjön við það sem hún taldi eiga sér stað innan KSÍ. Hún segir að karlmenn megi líta til árangurs kvennalandsliðsins í knattspyrnu hvað varði markmiðasetningu og metnað. „Ég vil að kvennaleikirnir séu vel dæmdir og þar séu bestu dómararnir líka að dæma. KSÍ er ekki einkafyrirtæki úti í bæ. KSÍ er knattspyrnusamband Íslands sem fær tekjur meðal annars frá opinberum aðilum. Það er þeirra skylda að sömu kröfur séu gerðar til dómara í karla- og kvennaleikjum," segir Ragnheiður og kallar á svör frá KSÍ. Viðbrögð þeirra séu aftan úr forneskju. „Eru gerðar kröfur um betri dómgæslu, eru dómarar í betra formi?" spyr þingkonan.Gunnar Jarl Jónsson dæmir í efstu deild karla.Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, svaraði athugasemdum þingkonunnar síðar í þættinum. Sagði hann að hvert knattspyrnumót, bæði hér heima og erlendis, væri metið samkvæmt ákveðnum erfiðleikastuðlum hvað við kemur dómgæslu. Munur sé á leikjum í efstu deild karla og kvenna. „Leikirnir eru hraðari, það eru fleiri atvik sem geta orkað tvímælis og gerðar eru meiri kröfur til dómaranna (innsk: í Pepsi-deild karla) af þeim sökum," segir Þórir. Hann bendir á að það séu dómararnir sjálfir sem semji um laun og meti erfiðleikastig hverrar deildar. „Það er því skoðun dómaranna sjálfra að það sé mun erfiðara að dæma leiki í efstu deild karla en öðrum deildum. Hvort að launamunurinn eigi að vera svo mikill má hins vegar ræða," segir Þórir. Ekki sé um kynjamisrétti að ræða enda gildi hið sama þegar leikur í Meistaradeild Evrópu sé borinn saman við neðrideildarleik í Noregi. Leikurinn sé hraðari, erfiðleikastigið hærra og launagreiðslur hærri eftir því. Rétt er að taka fram að kvendómarar hér á landi eru mun færri karldómarar. Karlmenn sinna undantekningalítið dómgæslu hvort sem er í Pepsi-deild karla eða kvenna. Hægt er að hlusta á innslagið með Ragnheiði Elínu og Þóri Hákonarsyni í spilaranum hér fyrir ofan.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Dómarar í karladeildinni með 150% hærri laun Dómarar í Pepsi-deild karla fá 39.450 krónur í laun fyrir að dæma leiki innanbæjar. Launin eru mun hærri en kollegar þeirra kvennamegin fá. 5. maí 2013 14:49 Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Sjá meira
Dómarar í karladeildinni með 150% hærri laun Dómarar í Pepsi-deild karla fá 39.450 krónur í laun fyrir að dæma leiki innanbæjar. Launin eru mun hærri en kollegar þeirra kvennamegin fá. 5. maí 2013 14:49