Erlent

Nýfætt stúlkubarn skilið eftir í plastpoka

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Stúlkubarn fannst í skógi í Farum í Danmörku í morgun.
Stúlkubarn fannst í skógi í Farum í Danmörku í morgun. Mynd/ Getty.
Nýfætt stúlkubarn fannst í plastpoka í skógi í bænum Farum í Danmörku í morgun. Hún var ekki í lífshættu þegar hún fannst en mjög köld. Hún var flutt á bráðadeild Ríkisspítalans.

Lögreglan á Norður-Sjálandi segir í samtali við danska ríkisútvarpið að stúlkan braggist vel. Það var vegfarandi sem fann stúlkuna í plastpokanum og gerði lögreglu viðvart, segir Henrik Rasmussen varðstjóri í samtali við DR. Lögreglan er nú að yfirheyra vitni.

Þetta atvik er ekki einsdæmi því að þann 31. janúar síðastlðinn fannst nýfædd stúlka í íþróttatösku í almenningsgarði í Valby, úthverfi Kaupmannahafnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×