Erlent

Hlauparar minntust þolenda sprengjuárásarinnar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hlauparar í maraþoninu í Lundúnum í dag þögðu í 30 sekúndur áður en hlaupið hófst til þess að minnast þolenda sprengjuárásarinnar í Boston á mánudaginn. um 35 þúsund manns tóku þátt í maraþoninu. Þúsundir söfnuðust saman á götum til þess að fylgjast með hlaupurunum þegar þeir lögðu af stað frá Blackheath og voru margir með svört sorgarbönd.

Eins og fram hefur komist fórust þrír í sprengjuárásunum í Boston og meira en 170 særðust, en sprengjan sprakk við endamarkið á maraþonhlaupinu sem fram fór þennan dag. Hundruð lögreglumanna var bætt í sveit þeirra manna sem voru að hlaupa


Tengdar fréttir

Hlaupa með svarta slaufu í London

Miklar öryggisráðstafanir hafa verið gerðar fyrir Lundúnarmaraþonhlaupið sem fram fer á morgun. Um 40 prósent fleiri lögreglumenn verða á vakt en undanfarin ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×