Raunveruleg ógn af hendi Norður-Kóreu 3. apríl 2013 20:54 Frá fundi varnarmálaráðherra Suður-Kóreu og Bandaríkjanna í gær. Nordicphotos/Getty Bandaríkin ætla að senda háþróað eldflaugavarnarkerfi til eyjarinnar Gvam í Kyrrahafi vegna yfirvofandi ógnar af hendi Norður-Kóreu. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna skipuðu fyrir um flutninginn í dag þar sem um „augljósa og raunverulega" hættu sé að ræða frá Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu. Auk Bandaríkjanna standi Suður-Kóreu og Japan mikil hætta af Norður-Kóreu. Flutningur eldflauganna til herstöðvarinnar á Gvam gefur glögglega til kynna að yfirvöld vestanhafs telja að meiri alvara sé á ferðum en áður. Það þykir einnig benda til þess að þeir reikni með að baráttan geti staðið yfir í langan tíma samkvæmt frétt Guardian. Eldflaugavarnarkerfið (e. The Terminal High Altitude Area Defense System) á að verja bandarískar herstöðvar fyrir mögulegum árásum eldflauga af hendi Norður-Kóreu. Í gegnum árin hafa Norður-Kóreumenn oftar en einu sinni varað við árásum á Gvam, Hawaii og vesturströnd Bandaríkjanna. Upphaflega átti ekki að nota eldflaugavarnarkerfið fyrr en árið 2015 en nú er talið að það verði klárt til notkunar innan nokkurra vikna. Kostnaður við kerfið er talinn vera um 800 milljónir bandaríkjadala eða nærri 100 milljörðum íslenskra króna.Reuters greinir frá því að stjórnvöld í Norður-Kóreu hafi í dag lokað fyrir aðgang að sameiginlegu iðnaðarsvæði Suður- og Norður-Kóreu. Með athæfi sínu hafi þeir sett í uppnám viðskipti jafnvirði 250 milljarða íslenskra króna sem séu afar mikilvæg fyrir þjóð með risaher, stöðuga kjarnorkuþróun og hungursvelta þegna. Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Sjá meira
Bandaríkin ætla að senda háþróað eldflaugavarnarkerfi til eyjarinnar Gvam í Kyrrahafi vegna yfirvofandi ógnar af hendi Norður-Kóreu. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna skipuðu fyrir um flutninginn í dag þar sem um „augljósa og raunverulega" hættu sé að ræða frá Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu. Auk Bandaríkjanna standi Suður-Kóreu og Japan mikil hætta af Norður-Kóreu. Flutningur eldflauganna til herstöðvarinnar á Gvam gefur glögglega til kynna að yfirvöld vestanhafs telja að meiri alvara sé á ferðum en áður. Það þykir einnig benda til þess að þeir reikni með að baráttan geti staðið yfir í langan tíma samkvæmt frétt Guardian. Eldflaugavarnarkerfið (e. The Terminal High Altitude Area Defense System) á að verja bandarískar herstöðvar fyrir mögulegum árásum eldflauga af hendi Norður-Kóreu. Í gegnum árin hafa Norður-Kóreumenn oftar en einu sinni varað við árásum á Gvam, Hawaii og vesturströnd Bandaríkjanna. Upphaflega átti ekki að nota eldflaugavarnarkerfið fyrr en árið 2015 en nú er talið að það verði klárt til notkunar innan nokkurra vikna. Kostnaður við kerfið er talinn vera um 800 milljónir bandaríkjadala eða nærri 100 milljörðum íslenskra króna.Reuters greinir frá því að stjórnvöld í Norður-Kóreu hafi í dag lokað fyrir aðgang að sameiginlegu iðnaðarsvæði Suður- og Norður-Kóreu. Með athæfi sínu hafi þeir sett í uppnám viðskipti jafnvirði 250 milljarða íslenskra króna sem séu afar mikilvæg fyrir þjóð með risaher, stöðuga kjarnorkuþróun og hungursvelta þegna.
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Sjá meira