Erlent

Líffræðingar rannsaka undarlegan laumufarþega

Bandarískir sjávarlíffræðingar fundu á dögunum lifandi fisk um borð í báti sem hafði rekið með öðru braki frá Japan að austurströnd Bandaríkjanna.

Talið er að þessi óvanalegi laumufarþegi hafi kastast um borð í bátinn flóðbylgjunni miklu sem skall á Japan árið tvö þúsund og ellefu. Báturinn, sem er rúmir fimm metrar að lengd, hefur verið á reki síðan þá og ferðast um átta þúsund kílómetra leið.

Að mati sérfræðinga er dýrið af tegund smávaxinna neffiska sem eiga heimkynni í kóralrifjum í Asíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×