Mikill vindur þegar mennirnir stukku 24. mars 2013 13:22 Eic Hildebrand, leiðbeinandi hjá Skydive City, segir töluverðan vind hafa verið þegar tveir Íslendingar létu lífið í fallhlífastökki vestanhafs í gær. Hann minnir á að fallhlífastökk sé ekki áhættulaust. Tveir menn í tuttugu og tveggja manna hópi Íslendinga skilaði sér ekki í fallhlífastökki á Flórída í Bandaríkjunum í gærmorgun. Lík þeirra fundust laust fyrir miðnætti í gærkvöld en rannsókn á tildrögum slyssins stendur yfir. Ekki liggur ljóst fyrir hvort fallhlífar mannanna hafi opnast eður ei. Það var þyrla á vegum lögreglunnar á svæðinu sem hafði uppi á líkunum eftir níu klukkustunda leit. Það staðfestir Melanie Snow, talsmaður lögreglunnar, við dagblaðið Tampa Bay Times. Lík mannanna fundust hvort nálægt öðru en Íslendingarnir stukku þó hvor í sinni fallhlífinni. Annar þeirra var reynslumikill leiðbeinandi en hinn var í áttunda skipti í fallhlífastökki.Ekki áhættulaust David T.K. Hayes hjá Skydive City segist hafa verið í bransanum í yfir 17 ár. Á þeim tíma hafi hann aldrei lent í því að stökkvari hafi verið týndur í yfir tvær klukkustundir. Skydive City notaðist við fjórar flugvélar, De Havilland Otter og Cessna auk tveggja annarra véla, til að leita að Íslendingunum tveimur. „Eftir hálftíma leit er farið með málið á næsta stig," segir Ryan Lee einn af flugmönnum Skydive City. Hayes segir að lögreglunni í Zephyrhills hafi verið tilkynnt um atvikið og því næst fór málið í hendur sýslumannsins. „Þessu fylgir áhætta," segir Eric Hildebrand, leiðbeinandi hjá Skydive City, um slysið. „Það var hvasst en aðstæður samt ekki óeðlilegar." Hildebrand stökk bæði með hópum úr vélum sem fóru í loftið á undan og eftir þeirri sem hinir látnu flugu með.Annar hópur hætti við Áttræður Bandaríkjamaður ætlaði að fagna afmæli sínu með fjölskyldum og vinum í fallhlífastökki hjá Skydive City í gær að sögn Tampa Bay Times. Stökkið átti að fara fram nokkru eftir að Íslendingarnir stukku. Hætt var við stökkið sökum vinds. Tengdar fréttir Voru í sínu þriðja stökki Lögregluyfirvöld hafa staðfest að rannsókn sé hafin á því hvað fór úrskeiðis þegar tveir Íslendingar létu lífið í fallhlífarstökki í Flórída í gærkvöldi. 24. mars 2013 12:56 Íslendingar létust í fallhlífastökki á Flórída Tveir Íslendingar létust í fallhlífaslysi á Flórída í gær. Slysið átti sér stað í Zephyrills í grennd við Tampa. 24. mars 2013 08:42 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Eic Hildebrand, leiðbeinandi hjá Skydive City, segir töluverðan vind hafa verið þegar tveir Íslendingar létu lífið í fallhlífastökki vestanhafs í gær. Hann minnir á að fallhlífastökk sé ekki áhættulaust. Tveir menn í tuttugu og tveggja manna hópi Íslendinga skilaði sér ekki í fallhlífastökki á Flórída í Bandaríkjunum í gærmorgun. Lík þeirra fundust laust fyrir miðnætti í gærkvöld en rannsókn á tildrögum slyssins stendur yfir. Ekki liggur ljóst fyrir hvort fallhlífar mannanna hafi opnast eður ei. Það var þyrla á vegum lögreglunnar á svæðinu sem hafði uppi á líkunum eftir níu klukkustunda leit. Það staðfestir Melanie Snow, talsmaður lögreglunnar, við dagblaðið Tampa Bay Times. Lík mannanna fundust hvort nálægt öðru en Íslendingarnir stukku þó hvor í sinni fallhlífinni. Annar þeirra var reynslumikill leiðbeinandi en hinn var í áttunda skipti í fallhlífastökki.Ekki áhættulaust David T.K. Hayes hjá Skydive City segist hafa verið í bransanum í yfir 17 ár. Á þeim tíma hafi hann aldrei lent í því að stökkvari hafi verið týndur í yfir tvær klukkustundir. Skydive City notaðist við fjórar flugvélar, De Havilland Otter og Cessna auk tveggja annarra véla, til að leita að Íslendingunum tveimur. „Eftir hálftíma leit er farið með málið á næsta stig," segir Ryan Lee einn af flugmönnum Skydive City. Hayes segir að lögreglunni í Zephyrhills hafi verið tilkynnt um atvikið og því næst fór málið í hendur sýslumannsins. „Þessu fylgir áhætta," segir Eric Hildebrand, leiðbeinandi hjá Skydive City, um slysið. „Það var hvasst en aðstæður samt ekki óeðlilegar." Hildebrand stökk bæði með hópum úr vélum sem fóru í loftið á undan og eftir þeirri sem hinir látnu flugu með.Annar hópur hætti við Áttræður Bandaríkjamaður ætlaði að fagna afmæli sínu með fjölskyldum og vinum í fallhlífastökki hjá Skydive City í gær að sögn Tampa Bay Times. Stökkið átti að fara fram nokkru eftir að Íslendingarnir stukku. Hætt var við stökkið sökum vinds.
Tengdar fréttir Voru í sínu þriðja stökki Lögregluyfirvöld hafa staðfest að rannsókn sé hafin á því hvað fór úrskeiðis þegar tveir Íslendingar létu lífið í fallhlífarstökki í Flórída í gærkvöldi. 24. mars 2013 12:56 Íslendingar létust í fallhlífastökki á Flórída Tveir Íslendingar létust í fallhlífaslysi á Flórída í gær. Slysið átti sér stað í Zephyrills í grennd við Tampa. 24. mars 2013 08:42 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Voru í sínu þriðja stökki Lögregluyfirvöld hafa staðfest að rannsókn sé hafin á því hvað fór úrskeiðis þegar tveir Íslendingar létu lífið í fallhlífarstökki í Flórída í gærkvöldi. 24. mars 2013 12:56
Íslendingar létust í fallhlífastökki á Flórída Tveir Íslendingar létust í fallhlífaslysi á Flórída í gær. Slysið átti sér stað í Zephyrills í grennd við Tampa. 24. mars 2013 08:42