Erlent

Hraðakstur olli dauða sex ungmenna

Annað tveggja ungmenna sem komust lífs af í bílslysi í Ohio í Bandaríkjunum segja bílstjórann hafa ekið á of miklum hraða. Slysið átti sér stað við bæinn Warren um 80 kílómetra suðaustur af Cleveland á sunnudaginn.

Bifreiðin keyrði utan í öryggishandrið í vegkantinum áður en hann steyptist út í tjörn. Sex ungmenn létu lífið en tvö komust lífs af.

Hinn 18 ára Brian Henry, annar þeirra sem lifði slysið af, segir í samtali við fréttastofu AP ekki viss um hvað hópurinn hafi verið að gera í aðdraganda slyssins. Hann hafi síðastur slegist í hópinn.

Henry notaði olnboga sinn til þess að brjóta rúðu í bílnum og komast út úr bílnum. Hann hljóp ásamt öðrum dreng að húsi í nágrenninu til þess að leita aðstoðar.

Fram kemur að ökumaðurinn hafi verið nítján ára stúlka en auk hennar hafi fimm táningsdrengir látið lífið. Bílnum hafði verið stolið á mánudaginn fyrir rúmri viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×