Erlent

Svartur reykur úr Sixtínsku kapellunni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mynd/ Getty.
Kardínálar í Vatíkaninu náðu ekki niðurstöðu í kjöri um nýjan páfa þegar það hófst í dag. Svartur reykur kom upp úr strompi Sixtínsku kapellunnar sem bendir til þess að niðurstaða sé ekki komin í málið.

Kardínálarnir 115 munu kjósa fjórum sinnum á dag þar til 2/3 hluti þeirra er sammála um hver getur tekið við. Fráfarandi páfi er Benedikt sextándi en hann er fyrsti páfinn sem lætur af embætti í sexhundruð ár.

Kardínálarnir munu nú fara á hotel og dvelja þar í nótt og byrja svo að kjósa aftur á morgun. Þegar hvítur reykur kemur úr strompinum þýðir það að samstaða hefur náðst um nýjan páfa.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×