Erlent

Kaþólska kirkjan í Los Angeles greiðir bætur vegna barnaníðs

Embætti erkibiskups kaþólsku kirkjunnar í Los Angeles í Bandaríkjunum ætlar að greiða nær 10 miljónir dollara, eða hátt í 1,3 milljarða kr., í skaðabætur til fjögurra manna sem prestur í kirkjunni misnotaði kynferðislega fyrir tæpum 30 árum síðan.

Erkibiskupinn, Roger Mahony, vissi um framferði prestsins en leyfði honum samt að halda starfi sínu.

Mahony hefur verið leystur frá störfum en hann vissi um fleiri presta sem voru barnaníðingar á síðustu áratugum án þess að grípa til ráðstafana.

Mahony er nú staddur í Sistine kapellunni í Róm þar sem hann tekur þátt í valinu á næsta páfa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×