Erlent

Þúsundir dauðra svína í drykkjarvatni Shanghai

Nær 6.000 dauð svín hafa fundist í Huangpu ánni sem rennur framhjá borginni Shanghai í Kína á undanförnum dögum. Ekki liggur ljóst fyrir hvaðan þessi svín kom né afhverju þau hafa drepist.

Málið veldur íbúum Shanghai miklum áhyggjum því þeir nota vatn úr ánni sem drykkjavatn. Heilbrigðisyfirvöld í borginni segja hinsvegar að ekkert sé að vatninu og það sé öruggt að drekka það. Þar að auki hafi ekkert borið á sýktum svínum á mörkuðum í borginni.

Í frétt um málið á vefsíðu BBC segir að í einhverjum af svínahræjunum hafi fundist veira sem svín sýkjast af en ekki menn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×