Erlent

Sjö menn teknir af lífi fyrir vopnuð rán í Saudi Arabíu

Sjö menn hafa verið teknir af lífi fyrir vopnuð rán og innbrot í skartgripaverslanir í Saudi Arabíu.

Aftökurnar fór fram þrátt fyrir að sérfræðingar á vegum Sameinuðu þjóðanna og ýmis mannréttindasamtök hafi hvatt yfirvöld í landinu til að hætta við þær.

Mennirnir sjö voru skotnir til bana á torgi borgarinnar Abha í suðurhluta landsins en ekki hálshöggnir eins og venjan er í Saudi Arabíu við opinberar aftökur.

Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna segja að með því að taka mennina af lífi hafi yfirvöld í Saudi Arabíu brotið gegn alþjóðasamningum sem landið er aðili að.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×