Erlent

Lét tveggja ára son sinn reykja marijúana

Rachelle Braaten, tuttugu og fjögurra ára gömul móðir í Washington í Bandaríkjunum, hefur verið ákærð fyrir að láta tæplega tveggja ára son sinn reykja marijúana.

Atvikið átti sér stað á heimili hennar á dögunum en lögreglan hóf rannsókn eftir að myndband af piltinum barst lögreglu. „Þetta var grín hjá mér og virkilega heimskulegt. Þetta var ekki fyndið ef ég lít til baka," segir konan.

Braaten segir að hegðun sonarins hafi ekki breyst eftir að hann tók smókinn úr hasspípunni. „Mér líður hryllilega. Hann er tveggja ára og ætti alls ekki að snerta á svona löguðu. Hann ætti alls ekki að hafa þetta í blóðinu."

Unnusti hennar og barnsfaðir var einnig handtekinn vegna athæfisins. Á heimili parsins fundust nokkrar byssur sem ekki voru skráðar sem og marijúana ræktun.

Börn þeirra, tveggja ára pilturinn og fimm ára sonur, hefur verið komið í umsjá barnaverndaryfirvalda þar til dómari kveður upp úrskurð sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×