Erlent

Nýr páfi valinn

Mynd/Skjáskot BBC
Svo virðist sem nýr páfi hafi verið valinn, en hvítan reyk leggur frá reykháfi Sixtínsku kapellunnar í Vatíkaninu. Það þýðir að páfi hafi verið valinn í stað Benedikts XVI, sem sagði af sér fyrir stuttu.

Kardínálarnir, sem eru 115 talsins, kusu fyrst í gær, og má því segja að þeir hafi verið fljótir að ákveða sig. Mikill mannfögnuður er fyrir utan kapelluna, en ekki er enn vitað hver varð fyrir valinu.

Tilkynnt verður um það innan skamms, en fylgjast má með beinni útsendingu frá Vatíkaninu á vef BBC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×