Norsk matvælaiðja flytur til Bíldudals Kristján Már Unnarsson skrifar 13. mars 2013 19:32 Norskt fiskeldis- og matvinnslufyrirtæki hefur ákveðið að flytja alla starfsemi sína til Vestfjarða og reisa fiskréttaverksmiðju á Bíldudal en með því skapast 130 ný störf. Framkvæmdir hefjast strax í sumar og verður þetta ein stærsta erlenda fjárfesting í sögu fjórðungsins. Flugvél Flugfélagsins Ernis lenti á Bíldudalsflugvelli í dag með 350 þúsund laxahrogn og það þótti hæfa að Viilborg Jónsdóttir, ljósmóðir á Bíldudal, tæki á móti þessari fyrstu kynslóð væntanlegra eldislaxa sem verða grunnur mikillar uppbyggingar á vegum Arnarlax. Hrognin munu klekjast út í nýrri seiðaeldisstöð fyrirtækisins í Tálknafirði og fara svo sem seiði í eldiskvíar í Arnarfirði. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 segir Víkingur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arnarlax, að bakhjarl fyrirtækisins, Salmus í Noregi og eigendur þess, hafi ákveðið að hætta starfsemi í Noregi og flytja fyrirtækið á Bíldudal þar sem byggð verði upp fullbúin laxaverksmiðja. Bílddælingurinn Matthías Garðarsson og Kristian Matthiasson, sonur hans, sem búsettir eru í Noregi, eru á bak við verkefnið ásamt þýskum samstarfsaðilum og heimamönnum á Bíldudal. Verksmiðjan verður í líkingu við þá sem sjá mátti í frétt Stöðvar 2 og mun hún fullvinna laxaafurðir í neytendaumbúðir. Gerð verksmiðjulóðar á Bíldudal á að hefjast strax í sumar með uppfyllingu norðan kalkþörungavinnslunnar, þar rísa laxasláturhús og fiskréttaverksmiðja og er markmiðið að vinnslan hefjist í árslok 2015. Með ákvörðun um að flytja alla starfsemi til Íslands verður verkefnið stærra en áður var áformað og áætlar Arnarlax að verja allt að þremur milljörðum króna til framkvæmdanna. Víkingur segir að í ársbyrjun 2016 þurfi fyrirtækið að vera komið með 60 manns í vinnu og allt upp í 130 manns þegar eldið aukist. Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Fleiri fréttir Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Sjá meira
Norskt fiskeldis- og matvinnslufyrirtæki hefur ákveðið að flytja alla starfsemi sína til Vestfjarða og reisa fiskréttaverksmiðju á Bíldudal en með því skapast 130 ný störf. Framkvæmdir hefjast strax í sumar og verður þetta ein stærsta erlenda fjárfesting í sögu fjórðungsins. Flugvél Flugfélagsins Ernis lenti á Bíldudalsflugvelli í dag með 350 þúsund laxahrogn og það þótti hæfa að Viilborg Jónsdóttir, ljósmóðir á Bíldudal, tæki á móti þessari fyrstu kynslóð væntanlegra eldislaxa sem verða grunnur mikillar uppbyggingar á vegum Arnarlax. Hrognin munu klekjast út í nýrri seiðaeldisstöð fyrirtækisins í Tálknafirði og fara svo sem seiði í eldiskvíar í Arnarfirði. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 segir Víkingur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arnarlax, að bakhjarl fyrirtækisins, Salmus í Noregi og eigendur þess, hafi ákveðið að hætta starfsemi í Noregi og flytja fyrirtækið á Bíldudal þar sem byggð verði upp fullbúin laxaverksmiðja. Bílddælingurinn Matthías Garðarsson og Kristian Matthiasson, sonur hans, sem búsettir eru í Noregi, eru á bak við verkefnið ásamt þýskum samstarfsaðilum og heimamönnum á Bíldudal. Verksmiðjan verður í líkingu við þá sem sjá mátti í frétt Stöðvar 2 og mun hún fullvinna laxaafurðir í neytendaumbúðir. Gerð verksmiðjulóðar á Bíldudal á að hefjast strax í sumar með uppfyllingu norðan kalkþörungavinnslunnar, þar rísa laxasláturhús og fiskréttaverksmiðja og er markmiðið að vinnslan hefjist í árslok 2015. Með ákvörðun um að flytja alla starfsemi til Íslands verður verkefnið stærra en áður var áformað og áætlar Arnarlax að verja allt að þremur milljörðum króna til framkvæmdanna. Víkingur segir að í ársbyrjun 2016 þurfi fyrirtækið að vera komið með 60 manns í vinnu og allt upp í 130 manns þegar eldið aukist.
Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Fleiri fréttir Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Sjá meira