Innlent

Ólafía Rafnsdóttir kjörin formaður VR

Ólafía Rafnsdóttir var kjörinn formaður VR, en niðurstöðurnar voru kynntar í dag.
Ólafía Rafnsdóttir var kjörinn formaður VR, en niðurstöðurnar voru kynntar í dag. Mynd/ GVA.
Ólafía B. Rafnsdóttir var kjörin formaður VR, en niðurstöður voru kynntar klukkan tvö. Hún hlaut 76% atkvæða en Stefán Einar um 24% atkvæða. Kosningaþátttakan var tæp 22%. Ólafía hlaut 4785 atkvæði en Stefán Einar 1499. Þau voru tvö í framboði.

Allsherjaratkvæðagreiðsla hjá VR hefur staðið yfir í viku og var félagsmönnum gefinn kostur á að greiða atkvæði á netinu.

Allsherjaratkvæðagreiðslu vegna kosninga til formanns og stjórnar VR, sem stóð frá 7. mars 2013 til kl. 12:00 á hádegi þann 15. mars 2013 er nú lokið. Atkvæði greiddu 6.353. Á kjörskrá voru alls 29.439. Kosningaþátttaka var því 21,58%.

Sjö stjórnarmenn – til tveggja ára skv. fléttulista eins og kveðið er á um í 20. gr. laga VR.

Ásta Rut Jónasdóttir

Ragnar Þór Ingólfsson

Rannveig Sigurðardóttir

Páll Örn Líndal

Helga Ingólfsdóttir

Birgir Már Guðmundsson

Guðrún Björk Hallbjörnsdóttir

Þrír varamenn í stjórn VR – til eins árs

Benedikt Vilhjálmsson

Kristjana Þorbjörg Jónsdóttir

Óskar Kristjánsson

Kjörtímabil nýkjörinni aðila hefst á aðalfundi VR sem haldinn verður í apríl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×