Erlent

Seldi kínverskan vasa á 180 milljónir

Vasinn var búinn til árið 1730 fyrir Qianlong keisara.
Vasinn var búinn til árið 1730 fyrir Qianlong keisara. Samsett mynd/Getty
Lítill kínverskur vasi seldist á uppboði í Englandi á dögunum fyrir 180 milljónir króna.

Seljandinn, sem ekki vill láta nafns síns getið, hafði ekki hugmynd um verðmæti þessa tuttugu sentimetra háa vasa, sem var upphaflega búinn til fyrir kínverska keisarann Qianlong árið 1730.

Skyldmenni seljandans fékk vasann að gjöf í lok 19. aldar þar sem hann var diplómati í Kína, og hefur hann gengið manna á milli innan fjölskyldunnar síðan.

Ákveðið var að láta verðmeta vasann eftir að sambærilegur vasi seldist á 2,6 milljónir punda í nóvember, en þessi vasi var ekki metinn á meira en fimmtán þúsund pund.

Því kom það bæði seljandanum og uppboðshaldaranum á óvart þegar vasinn var sleginn hæstbjóðanda á 180 milljónir króna. Kaupandinn vildi heldur ekki láta nafns síns getið en hann er búsettur í Hong Kong.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×