Erlent

Risavaxin halastjarna stefnir í átt að Mars

MYND/GETTY
Geimvísindamenn víða um heim fylgjast nú náið með risavaxinni halastjörnu sem stefnir hraðbyr í átt að plánetunni Mars.

Halastjarnan, sem var nefnd C/2013 A1 og uppgötvaðist fyrir nokkrum mánuðum, gæti verið á stærð við loftsteininn sem grandaði risaeðlunum hér á jörðu niðri fyrir um 65 milljón árum

Talið er að sá loftsteinn hafi hafnað í Yacatán-skaga í suðaustur Mexíkó. Líklegt þykir að steinninn hafi verið um það bil 10 kílómetrar á breidd. Fyrstu tölur gefa til kynna að C/2013 sé 8 til 50 kílómetrar að breidd.

Bráðabirgðaútreikningar á stefnu halastjörnunnar gefa til kynna að hún muni þjóta framhjá plánetunni þann 19. október á næsta ári og í rúmlega 37 þúsund kílómetra hæð yfir yfirborði hennar.

Það sem vekur ugg meðal vísindamanna er sú staðreynd að sporbraut halastjörnunnar er óútreiknanleg. Ástæðan fyrir þessu er sú að stjörnufræðingar hafa aðeins fengið um áttatíu daga til að fylgjast með hnullungnum.

Uppruna C/2013 má að öllum líkindum rekja í Oort-skýið, ysta svæði sólkerfisins. Þar má finna milljarða ís- bergsteina sem mynduðust í árdögum sólkerfisins.

Almennar upplýsingar um halastjörnuna má finna á Stjörnufræðivefnum og hér.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.