Erlent

Norður Kórea slítur öllum samningum við Suður Kóreu

Norður Kóreumenn hafa brugðist ókvæða við einróma ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um hertar refsiaðgerðir í garð þeirra vegna kjarnorkusprengingarinnar í síðasta mánuði.

Norður Kóreumenn hafa sagt upp öllum friðarsamningum sínum og sáttmálum við Suður Kóreu og lokað Panmunjom-landamærastöðinni. Þá hefur beinu neyðarsímsambandi milli leiðtoga ríkjanna verið lokað.

Fjölmiðlar í Norður Kóeru greina fá því að Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu hefði kvatt her landsins til dáða og sagt að hann yrði að undirbúa sig fyrir átök.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×