Erlent

Jöklar í norðurhluta Kanada bráðna í miklum mæli

Ef svo heldur sem horfir munu jöklarnir í norðurhluta Kanada rýrna um fimmtung á þessari öld. Það mun hafa þau áhrif að yfirborð sjávar í heiminum öllum mun hækka um 3,4 sentimetra.

Í umfjöllun um málið á vefsíðu BBC segir að gerfihnattamælingar sýni að jöklar þessir hafi bráðnað um 70 milljarða tonna á ári síðan 2003 og að sú bráðnun hafi færst mjög í aukana á síðustu árum. Nýjustu mælingar sýna að bráðnunin nemur nú um 145 milljörðum tonna á ári.

Ástæðan fyrir þessu er að meðalhitinn á þessum slóðum hefur hækkað um 1 til 2 gráður á fyrrgreindu tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×