Æðsti klerkur í Egyptalandi staðfesti í morgun dauðadóm yfir tuttugu og einum knattspyrnuáhorfanda eftir að óeirðir brutust út á fótboltaleik í landinu í febrúar í fyrra þar sem 74 létust.
Fimmtíu og tveir til viðbótar voru einnig dæmdir fyrir sinn þátt en þeir hlutu ýmist lífstíðardóm eða voru sýknaðir.
Óeirðirnar urðu eftir knattspyrnuleik nágrannaliða. Stuðningsmenn heimaliðsins ruddust inn á völlinn í lok leiksins og réðust á leikmenn gestaliðsins og köstuðu grjóti og flugeldum að stuðningsmönnum andstæðinganna
. Ættingjar þeirra sem létu lífið fögnuðu niðurstöðunni ákaft í morgun.
Klerkurinn staðfesti dauðadómana
