Erlent

Þrír dauðadæmdir fangar teknir af lífi í Japan

Dómsyfirvöld í Japan tóku þrjá dauðadæmda fanga af lífi í gærdag með hengingu. Þetta eru fyrstu aftökurnar í Japan frá því Shinzo Abe tók við sem forsætisráðherra í desember s.l.

Föngum á dauðagöngunum í japönskum fangelsum fækkaði við þetta úr 137 og niður í 134.

Á síðasta ári voru þrír fangar teknir af lífi í Japan en enginn aftaka fór fram í landinu árið 2011. Meirihluti almennings í Japan styður dauðarefsingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×