Erlent

Berlusconi sakaður um að reyna að kaupa kjósendur

Pólitískir andstæðingar Silvio Berlusconi eru æfir af reiði vegna bréfs sem Berlusconi hefur sent kjósendum í hérurðum þar sem talið er vera mjótt á mununum milli hægri og vinstri manna í komandi þingkosningum á Ítalíu.

Í bréfinu lofar Berlusconi því að endurgreiða kjósendunum óvinsælan fasteignaskatt sem ríkisstjórn Mario Monti kom á til að reyna að rétta af bágborna stöðu ríkissjóðs.

Andstæðingar Berlusconi saka hann um að reyna að kaupa kjósendur til fylgilags við sig og því sé bréfið lögbrot.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×