Erlent

Simpansar leysa þrautir ánægjunnar vegna

Nordicphotos/Getty
Vísindamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að simpansar leysi þrautir af sömu ástæðu og mannfólkið ræður krossgátur. Til gamans.

Í nýrri rannsókn á vegum félags dýrafræðinga í London var simpönsum gefinn rauður teningur sem þeir áttu að færa í gegnum völdunarhús röra. Í ljós kom að simpasarnir nutu leiksins jafnmikið hvort sem þeir fengu verðlaun fyrir árangur sinn eða ekki.

Vísindamennirnir segja þetta benda til þess að ánægjan sé sú sama og hjá mannfólkinu þegar það leysir þrautir. Flestar þrautir í dýraríkinu ganga út á að hafa uppi á einhverju matarkyns.

Í rannsókninni fengu simpansarnir ýmist hnetur þegar þeir luku þrautinni eða einfaldlega nýjan rauðan tening.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×