Franska fótbolta-goðsögnin Zinedine Zidane sparar ekki hrósið þegar hann var spurður út í nýja leikmann Paris Saint-Germain, David Beckham, í viðtali við frönsku sjónvarpsstöðina Canal+.
David Beckham mætir á sína fyrstu æfingu með Paris Saint-Germain í dag daginn eftir að hann hitti liðsfélagana í fyrsta sinn í tengslum við 2-1 sigurleikinn á móti Valencia á Spáni í Meistaradeildinni í gær.
„Beckham er maður sem kemur 45 mínútum of snemma á æfingu og fer ekki fyrr en hálftíma eftir að allir eru farnir. Hann er frábær atvinnumaður og ætti að hafa góð áhrif á leikmenn liðsins þegar kemur að fagmennsku," sagði Zinedine Zidane.
„Hann er orðinn 37 ára gamall og getur því ekki spilað í 90 mínútur í öllum leikjum. Hann er samt maður í að hafa mikil áhrif á leiki á þeim 20 eða 30 mínútum sem hann fær. Þetta er maður sem elskar sportið og ástríðan er enn til staðar þrátt fyrir árin 37. Beckham er klassamaður," sagði Zidane.
Zidane: Beckham er klassamaður
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum
Enski boltinn

Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag
Enski boltinn



Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ
Íslenski boltinn

Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano
Enski boltinn

Á að reka umboðsmanninn á stundinni
Enski boltinn



„Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“
Íslenski boltinn