Erlent

Loftsteinasprengingar ollu skelfingu í borgum í Úralfjöllunum

Mikil skelfing greip um sig í þremur borgum í Úralfjöllunum í Rússlandi í gærdag þegar röð af sprengingum sást á himni í grennd við borgirnar.

Sprengingarnar sem stöfuðu frá loftsteinahríð sem skall á svæðinu voru svo háværar og öflugar að þær líktust þrumum og jarðskjálftum að því er segir á vefsíðu RT fréttastofunnar. Talið er að um 400 manns hafi slasast einkum þegar þeir urðu fyrir glerbrotum þegar rúður brotnuðu.

Sumir af loftsteinunum sprungu í loft upp áður en þeir skullu á jörðinni og það skapaði skelfinguna.

Einn loftsteinanna mun skollið til jarðar í grennd við zinkverksmiðju í einni borginni og sló út allt netsamband og farsímasamband á stóru svæði. Þá mun rafmagn einnig hafa slegið út á stóru svæði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×