Verðlaunarithöfundurinn Hilary Mantel vandar Kate Middleton, hertogaynjunni af Cambridge, ekki kveðjurnar.
Í fyrirlestri sem Mantel hélt í British Museum þann 4. febrúar líkti hún Kate við fatagínu í búðarglugga og sagði hana persónuleikalausa. Bætti því svo við að hún hefði verið valin af konungsfjölskyldunni fyrst og fremst til þess að ala prinsinum börn.
Rithöfundurinn hélt áfram, og sagði hana hafa fullkomið plastbros, en að á opinberu málverki sem málað var af henni á dögunum megi glögglega sjá að „augu hennar séu dauð".
Mantel var harðlega gagnrýnd fyrir ummælin, en þegar nánar er rýnt í þau virðist sem hún sé í raun að gagnrýna konungsveldi almennt og hvernig drottningar og prinsessur hafa í gegnum tíðina verið dæmdar eftir útliti og frjósemi.
Fyrirlestur Mantel, sem er fyrsti kvenhöfundurinn til þess að vinna til Booker-verðlaunanna tvisvar sinnum, var um klukkustundarlangur og lesa má hann í heild sinni hér.
Rithöfundur lýsir frati á konungsveldið
Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
