Segir íslensk yfirvöld teymd eins og kjána í FBI-málinu 4. febrúar 2013 16:27 „Í fyrsta lagi er þarna staðfest að þessi lögreglusveit valsaði hér um í tæplega viku eftir að innanríkisráðherra hafði slitið þessum samskiptum," segir Kristinn Hrafnsson, talsmaður WikiLeaks en fram kom í yfirlýsingu í dag að FBI hefði komið hingað til lands í ágúst árið 2011 til þess að yfirheyra íslenskan ríkisborgara í bandaríska sendiráðinu. Sá hafði gefið sig sjálfviljugur fram og haldið því fram að til stæði að ráðast á tölvukerfi íslenska stjórnarráðsins. Meðal annars áttu fulltrúar WikiLeaks að taka þátt í árásinni samkvæmt tilkynningu sem ríkislögreglustjóri og saksóknari sendu frá sér fyrr í dag vegna málsins. Kristinn spyr hvernig mönnum detti í hug að spyrna saman tölvuárásum á stjórnarráðið og svo WikiLeaks. „Þetta er alveg fráleitt," bætir hann við og segist ekki sjá hvað í ósköpunum WikiLeaks ætti að fá út úr slíkum árásum. „Og ég minni á að ég hvatti stjórnvöld að huga að tölvuöryggi stofnanna því það væri í algöru lamasessi," segir Kristinn og bætir við að slíkt rími illa við ásakanir á hendur WikiLeaks. Kristinn segir að þarna sé verið að tengja WikiLeaks við „makalausa atburðarrás," sem hann veit ekki hvort sé tilbúningur eða ekki. „Mér þykir grafalvarlegt mál að íslensk yfirvöld láti teyma sig eins og kjána af fulltrúum alríkislögreglunnar í þessu máli," segir Kristinn um málið. Kristinn segir þó alvarlegasta málið hversu lengi fulltrúar alríkislögreglunnar fengu að athafna sig hér á landi eftir að innanríkisráðuneytið hafnaði öllu samstarfi við þá. Í lok tilkynningarinnar frá ríkislögreglustjóra og saksóknara segir að fulltrúar FBI héldu áfram viðræðum við manninn sem gaf sig fram í sendirráðið og hélt því fram að tölvuárás væri yfirvofandi, næstu daga án aðkomu íslensku lögreglunnar. 30. ágúst upplýstu fulltrúar FBI fulltrúa ríkislögreglustjóra um að sendiráði Bandaríkjanna hefði verið tjáð sú ósk utanríkis- og innanríkisráðuneytisins að FBI ræddi ekki frekar við manninn hér á landi auk þess sem gefið var í skyn að vera þeirra hér á landi væri talin óæskileg. Í framhaldi af því yfirgáfu þeir landið. Ekki náðist í Ögmund vegna fréttarinnar en hann er staddur í Kína. Tengdar fréttir Segja innanríkisráðuneytið hafa heimilað komu FBI til Íslands Innanríkisráðuneytið var með í ráðum varðandi komu bandarísku alríkisfulltrúanna (FBI) hingað til lands í ágúst árið 2011 og réttarbeiðni frá fulltrúunum lá inni á borði innanríkisráðuneytisins í rúman mánuð áður en þeim var heimilað að koma hingað til lands. 4. febrúar 2013 15:29 Komu athugasemdum á framfæri vegna komu FBI til Íslands "Þetta stenst,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra spurður um orð Kristins Hrafnssonar í Kastljósi í kvöld, þar sem hann lýsti því þegar fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) komu hingað til lands til þess að rannsaka sakamál gegn WikiLeaks. 30. janúar 2013 20:28 Segir Ögmund hafa rekið liðsmenn FBI úr landi Kristinn Hrafnsson, upplýsingafulltrúi WikiLeaks, sagði í Kastljósi í kvöld að einkaflugvél með fulltrúum bandarísku alríkislögreglunnar (FBI), hefði lent á Reykjavíkurflugvelli og ætlað sér að hefja sakamálarannsókn gegn WikiLeaks hér á landi. 30. janúar 2013 19:55 Fulltrúar WikiLeaks grunaðir um að áforma brot gegn íslenska ríkinu Ástæða þess að bandaríska alríkislögreglan, FBI, kom til Íslands sumarið 2011 var sú að FBI og íslenska lögreglan rannsökuðu saman mögulega árás á tölvukerfi Stjórnarráðsins. Þetta kemur í samantekt lögreglunnar sem birt var í dag. 4. febrúar 2013 14:57 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
„Í fyrsta lagi er þarna staðfest að þessi lögreglusveit valsaði hér um í tæplega viku eftir að innanríkisráðherra hafði slitið þessum samskiptum," segir Kristinn Hrafnsson, talsmaður WikiLeaks en fram kom í yfirlýsingu í dag að FBI hefði komið hingað til lands í ágúst árið 2011 til þess að yfirheyra íslenskan ríkisborgara í bandaríska sendiráðinu. Sá hafði gefið sig sjálfviljugur fram og haldið því fram að til stæði að ráðast á tölvukerfi íslenska stjórnarráðsins. Meðal annars áttu fulltrúar WikiLeaks að taka þátt í árásinni samkvæmt tilkynningu sem ríkislögreglustjóri og saksóknari sendu frá sér fyrr í dag vegna málsins. Kristinn spyr hvernig mönnum detti í hug að spyrna saman tölvuárásum á stjórnarráðið og svo WikiLeaks. „Þetta er alveg fráleitt," bætir hann við og segist ekki sjá hvað í ósköpunum WikiLeaks ætti að fá út úr slíkum árásum. „Og ég minni á að ég hvatti stjórnvöld að huga að tölvuöryggi stofnanna því það væri í algöru lamasessi," segir Kristinn og bætir við að slíkt rími illa við ásakanir á hendur WikiLeaks. Kristinn segir að þarna sé verið að tengja WikiLeaks við „makalausa atburðarrás," sem hann veit ekki hvort sé tilbúningur eða ekki. „Mér þykir grafalvarlegt mál að íslensk yfirvöld láti teyma sig eins og kjána af fulltrúum alríkislögreglunnar í þessu máli," segir Kristinn um málið. Kristinn segir þó alvarlegasta málið hversu lengi fulltrúar alríkislögreglunnar fengu að athafna sig hér á landi eftir að innanríkisráðuneytið hafnaði öllu samstarfi við þá. Í lok tilkynningarinnar frá ríkislögreglustjóra og saksóknara segir að fulltrúar FBI héldu áfram viðræðum við manninn sem gaf sig fram í sendirráðið og hélt því fram að tölvuárás væri yfirvofandi, næstu daga án aðkomu íslensku lögreglunnar. 30. ágúst upplýstu fulltrúar FBI fulltrúa ríkislögreglustjóra um að sendiráði Bandaríkjanna hefði verið tjáð sú ósk utanríkis- og innanríkisráðuneytisins að FBI ræddi ekki frekar við manninn hér á landi auk þess sem gefið var í skyn að vera þeirra hér á landi væri talin óæskileg. Í framhaldi af því yfirgáfu þeir landið. Ekki náðist í Ögmund vegna fréttarinnar en hann er staddur í Kína.
Tengdar fréttir Segja innanríkisráðuneytið hafa heimilað komu FBI til Íslands Innanríkisráðuneytið var með í ráðum varðandi komu bandarísku alríkisfulltrúanna (FBI) hingað til lands í ágúst árið 2011 og réttarbeiðni frá fulltrúunum lá inni á borði innanríkisráðuneytisins í rúman mánuð áður en þeim var heimilað að koma hingað til lands. 4. febrúar 2013 15:29 Komu athugasemdum á framfæri vegna komu FBI til Íslands "Þetta stenst,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra spurður um orð Kristins Hrafnssonar í Kastljósi í kvöld, þar sem hann lýsti því þegar fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) komu hingað til lands til þess að rannsaka sakamál gegn WikiLeaks. 30. janúar 2013 20:28 Segir Ögmund hafa rekið liðsmenn FBI úr landi Kristinn Hrafnsson, upplýsingafulltrúi WikiLeaks, sagði í Kastljósi í kvöld að einkaflugvél með fulltrúum bandarísku alríkislögreglunnar (FBI), hefði lent á Reykjavíkurflugvelli og ætlað sér að hefja sakamálarannsókn gegn WikiLeaks hér á landi. 30. janúar 2013 19:55 Fulltrúar WikiLeaks grunaðir um að áforma brot gegn íslenska ríkinu Ástæða þess að bandaríska alríkislögreglan, FBI, kom til Íslands sumarið 2011 var sú að FBI og íslenska lögreglan rannsökuðu saman mögulega árás á tölvukerfi Stjórnarráðsins. Þetta kemur í samantekt lögreglunnar sem birt var í dag. 4. febrúar 2013 14:57 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Segja innanríkisráðuneytið hafa heimilað komu FBI til Íslands Innanríkisráðuneytið var með í ráðum varðandi komu bandarísku alríkisfulltrúanna (FBI) hingað til lands í ágúst árið 2011 og réttarbeiðni frá fulltrúunum lá inni á borði innanríkisráðuneytisins í rúman mánuð áður en þeim var heimilað að koma hingað til lands. 4. febrúar 2013 15:29
Komu athugasemdum á framfæri vegna komu FBI til Íslands "Þetta stenst,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra spurður um orð Kristins Hrafnssonar í Kastljósi í kvöld, þar sem hann lýsti því þegar fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) komu hingað til lands til þess að rannsaka sakamál gegn WikiLeaks. 30. janúar 2013 20:28
Segir Ögmund hafa rekið liðsmenn FBI úr landi Kristinn Hrafnsson, upplýsingafulltrúi WikiLeaks, sagði í Kastljósi í kvöld að einkaflugvél með fulltrúum bandarísku alríkislögreglunnar (FBI), hefði lent á Reykjavíkurflugvelli og ætlað sér að hefja sakamálarannsókn gegn WikiLeaks hér á landi. 30. janúar 2013 19:55
Fulltrúar WikiLeaks grunaðir um að áforma brot gegn íslenska ríkinu Ástæða þess að bandaríska alríkislögreglan, FBI, kom til Íslands sumarið 2011 var sú að FBI og íslenska lögreglan rannsökuðu saman mögulega árás á tölvukerfi Stjórnarráðsins. Þetta kemur í samantekt lögreglunnar sem birt var í dag. 4. febrúar 2013 14:57