Innlent

Segir Ögmund hafa rekið liðsmenn FBI úr landi

Kristinn Hrafnsson.
Kristinn Hrafnsson.
Kristinn Hrafnsson, upplýsingafulltrúi WikiLeaks, sagði í Kastljósi í kvöld að einkaflugvél með fulltrúum bandarísku alríkislögreglunnar (FBI), hefði lent á Reykjavíkurflugvelli og ætlað sér að hefja sakamálarannsókn gegn WikiLeaks hér á landi.

Meðal annars var haft samband við ríkissaksóknara sem og ríkislögreglustjóra þar sem falast var eftir samstarfi við þessa rannsókn.

Kristinn segir að Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hafi svo orðið var við heimsóknina sem hafi orðið til þess að ráðuneytið gerði kröfu um að fulltrúarnir höfðu sig á brott af landinu. „Og þetta var meðal annars tekið fyrir á ríkisstjórnarfundi," bætti Kristinn við. Og sagði þetta fáheyrt að lögreglulið hefji sjálfstæða rannsókn í erlendis.

Hans sagði ennfremur í viðtalinu að samtökni WikiLeaks hefðu þurft að þola ofsóknir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×