Fulltrúar WikiLeaks grunaðir um að áforma brot gegn íslenska ríkinu Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. febrúar 2013 14:57 Ástæða þess að bandaríska alríkislögreglan, FBI, kom til Íslands sumarið 2011 var sú að FBI og íslenska lögreglan rannsökuðu saman mögulega árás á tölvukerfi Stjórnarráðsins. Þetta kemur í samantekt lögreglunnar sem birt var í dag.. Þetta kemur í samantekt lögreglunnar sem birt var í dag. Upphaf málsins hér á landi voru upplýsingar sem FBI kom á framfæri 20. júní 2011 um fyrirhugaða tölvuárás. Um væri að ræða alþjóðleg samtök tölvuhakkara sem hefðu hakkað sig inn í tölvukerfi fyrirtækja og stofnana víða um heim, yfirtekið kerfin og stolið gögnum. Þann 23. júní komu fulltrúar FBI til fundar við fulltrúa ríkislögreglustjóra og gerðu frekari grein fyrir málinu. Sama dag gerðu fulltrúar ríkislögreglustjóra ríkissaksóknara og fulltrúum forsætis-, innanríkis- og utanríkisráðuneytisins grein fyrir stöðu málsins. Ákveðið var í framhaldi af framangreindu að lagt yrði til við FBI að leggja fram formlega réttarbeiðni þar sem óskað væri eftir aðstoð íslenskra yfirvalda í máli þessu. Í framhaldinu kom fram réttarbeiðni frá þeim þann 4. júlí 2011 sem lögum samkvæmt var send innanríkisráðuneytinu. Ráðuneytið féllst á að taka beiðnina til meðferðar og framsendi erindið ríkissaksóknara til frekari fyrirgreiðslu með bréfi 6. júlí 2011. Í samantekt Ríkislögreglustjóra og Ríkissaksóknara segir að sama dag hafi Ríkissaksóknari framsent réttarbeiðnina til ríkislögreglustjóra til meðferðar. Hjá Rkislögreglustjóra hafi verið unnið áfram að íslenska hluta rannsóknarinnar í samvinnu við Ríkissaksóknara. Um hafi verið að ræða grun um alvarleg brot sem beindust gegn íslenska ríkinu. Þeirri rannsókn sé ekki lokið en fram hafi komið vísbendingar um að íslendingur og erlendir aðilar með tengsl við Wikileaks samtökin eigi hér hlut að máli. Koma FBI til Íslands hefur verið töluvert til umræðu undanfarna daga eftir að Kristinn Hrafnsson greindi frá því að alríkislögreglan hefði komið til Íslands. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, greindi frá því að fulltrúar alríkislögreglunnar hefðu farið inn í tölvuna sína. Þeir hefðu verið að rannsaka WikiLeaks hérlendis. Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Sjá meira
Ástæða þess að bandaríska alríkislögreglan, FBI, kom til Íslands sumarið 2011 var sú að FBI og íslenska lögreglan rannsökuðu saman mögulega árás á tölvukerfi Stjórnarráðsins. Þetta kemur í samantekt lögreglunnar sem birt var í dag.. Þetta kemur í samantekt lögreglunnar sem birt var í dag. Upphaf málsins hér á landi voru upplýsingar sem FBI kom á framfæri 20. júní 2011 um fyrirhugaða tölvuárás. Um væri að ræða alþjóðleg samtök tölvuhakkara sem hefðu hakkað sig inn í tölvukerfi fyrirtækja og stofnana víða um heim, yfirtekið kerfin og stolið gögnum. Þann 23. júní komu fulltrúar FBI til fundar við fulltrúa ríkislögreglustjóra og gerðu frekari grein fyrir málinu. Sama dag gerðu fulltrúar ríkislögreglustjóra ríkissaksóknara og fulltrúum forsætis-, innanríkis- og utanríkisráðuneytisins grein fyrir stöðu málsins. Ákveðið var í framhaldi af framangreindu að lagt yrði til við FBI að leggja fram formlega réttarbeiðni þar sem óskað væri eftir aðstoð íslenskra yfirvalda í máli þessu. Í framhaldinu kom fram réttarbeiðni frá þeim þann 4. júlí 2011 sem lögum samkvæmt var send innanríkisráðuneytinu. Ráðuneytið féllst á að taka beiðnina til meðferðar og framsendi erindið ríkissaksóknara til frekari fyrirgreiðslu með bréfi 6. júlí 2011. Í samantekt Ríkislögreglustjóra og Ríkissaksóknara segir að sama dag hafi Ríkissaksóknari framsent réttarbeiðnina til ríkislögreglustjóra til meðferðar. Hjá Rkislögreglustjóra hafi verið unnið áfram að íslenska hluta rannsóknarinnar í samvinnu við Ríkissaksóknara. Um hafi verið að ræða grun um alvarleg brot sem beindust gegn íslenska ríkinu. Þeirri rannsókn sé ekki lokið en fram hafi komið vísbendingar um að íslendingur og erlendir aðilar með tengsl við Wikileaks samtökin eigi hér hlut að máli. Koma FBI til Íslands hefur verið töluvert til umræðu undanfarna daga eftir að Kristinn Hrafnsson greindi frá því að alríkislögreglan hefði komið til Íslands. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, greindi frá því að fulltrúar alríkislögreglunnar hefðu farið inn í tölvuna sína. Þeir hefðu verið að rannsaka WikiLeaks hérlendis.
Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels