Erlent

Mannréttindadómstóll Evrópu fjallar um mál Pussy Riot

MYND/AP

Þrír meðlimir rússnesku pönkhljómsveitarinnar Pussy Riot reka nú mál sitt fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu.



Konurnar þrjár voru fangelsaðar á síðasta ári eftir að hafa verið fundnar sekar um óspektir á almannafæri.



Lögmenn þeirra sögðu í dag að dómsmálayfirvöld í Rússlandi hefðu brotið á fjórum greinum mannréttindasáttmála Evrópu þegar dómurinn var kveðinn upp.



Konurnar hlutu allar tveggja ára fangelsisdóma fyrir að hafa skipulagt mótmæli í kirkju rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar í Moskvu. Mótmælin beindust að yfirvöldum í Rússlandi og Vladimír Pútín, Rússlandsforseta.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×