Erlent

Gillard boðar þingkosningar í Ástralíu

Julia Gillard, forsætisráðherra Ástralíu, tilkynnti óvænt í morgun að næstu þingkosningar í landinu verði haldnar þann 14. september eða eftir átta mánuði. Reglan í Ástralíu er að boða þingkosningar með nokkurra vikna fyrirvara.

Gillard segir að með því að boða kosningarnar með svo löngum fyrirvara gefist kjósendum og fyrirtækjum möguleiki á að skipuleggja sig betur fyrir þær.

Gillard er leiðtogi minnihlutastjórnar Verkamannaflokksins og þarf að reiða sig á stuðing sjálfstæðra þingmanna. Kannanir sýna að í dag myndi Íhaldsflokkurinn sigra í kosningum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×