Erlent

Kettir ein helsta ógnin gegn villtu dýralífi

Kettir eru orðnir að einni helstu ógn gegn villtu dýralífi í Bandaríkjunum. Ný rannsókn vísindamanna þarlendis bendir til að kettir drepi allt að rúmlega þrjá milljarða fugla á hverju ári og allt að 20 milljarða smærri spendýra eins og mýs og íkorna.

Það eru einkum villi- eða flækingskettir sem hér er um að ræða. Heimiliskettir eiga þó einnig stóran hlut að máli hvað þessi dráp varðar.

Í frétt um málið á vefsíðu BBC segir að fram til þessa eru kettir taldir bera ábyrgð á útdauða 33 dýrategunda á heimsvísu, það er frá þeim tíma að þeir urðu húsdýr hjá fólki.

Það voru vísindamenn hjá Smithsonian stofnunni ásamt Náttúruverndarstofnun Bandaríkjanna sem unnu að þessari rannsókn. Þeir komust að því að kettir drepa um fjórfalt meira af fuglum á hverju ári en áður var talið.

Dr. Pete Marra hjá Smithsonian stofnunni segir að kettir teljist nú mesta ógnin við villt dýralíf í Bandaríkjunum og þá einkum fugla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×