Sex ára gömlum strák haldið í gíslingu 30. janúar 2013 16:58 Nordicphotos/Getty Maður vopnaður byssu fór um borð í skólabíl í Alabama-fylki síðdegis í gær, tók sex ára gamlan dreng í gíslingu og drap bílstjórann sem reyndi að bjarga stráknum.Bandaríski fréttamiðlinn CNN greinir frá þessum atburði sem átti sér stað síðdegis á þriðjudag. Drengurinn er enn í haldi mannsins í neðanjarðarbyrgi við heimili sitt í borginni Midland City í Alabama fylki. Bílstjórinn sem lét lífið var 66 ára gamall. Lögreglan hefur verið í samskiptum við manninn í gegnum PVC pípu í nótt. „Við munum halda áfram að vinna að því í nótt að loka málinu eins fljótt og auðið er," sagði í yfirlýsingu frá fógetanum í Dale-sýslu. Eftir að búið var að finna út hverra manna drengurinn var sem kom í ljós að hann þyrfti á daglegri lyfjagjöf að halda. Lögreglan kom lyfjum til drengsins í gegnum PVC pípuna í nótt og fékk um leið staðfest að í lagi væri með hann. Atvikið átti sér stað að loknum skóladegi vestanhafs í gær. Michael Senn, prestur á svæðinu, ræddi við nokkra krakkanna sem voru um borð í skólabílnum. „Hann sagði flestum þeirra að fara út úr bílnum," hafði Senn eftir börnunum. „Svo greip hann litla strákinn og skaut bílstjórann fjórum sinnum." Nafn skotmannsins hefur ekki verið gefið upp. Alríkislögreglan vestanhafs hefur tekið yfir rannsókn málsins.Fréttina á vef CNN má sjá hér. Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Sjá meira
Maður vopnaður byssu fór um borð í skólabíl í Alabama-fylki síðdegis í gær, tók sex ára gamlan dreng í gíslingu og drap bílstjórann sem reyndi að bjarga stráknum.Bandaríski fréttamiðlinn CNN greinir frá þessum atburði sem átti sér stað síðdegis á þriðjudag. Drengurinn er enn í haldi mannsins í neðanjarðarbyrgi við heimili sitt í borginni Midland City í Alabama fylki. Bílstjórinn sem lét lífið var 66 ára gamall. Lögreglan hefur verið í samskiptum við manninn í gegnum PVC pípu í nótt. „Við munum halda áfram að vinna að því í nótt að loka málinu eins fljótt og auðið er," sagði í yfirlýsingu frá fógetanum í Dale-sýslu. Eftir að búið var að finna út hverra manna drengurinn var sem kom í ljós að hann þyrfti á daglegri lyfjagjöf að halda. Lögreglan kom lyfjum til drengsins í gegnum PVC pípuna í nótt og fékk um leið staðfest að í lagi væri með hann. Atvikið átti sér stað að loknum skóladegi vestanhafs í gær. Michael Senn, prestur á svæðinu, ræddi við nokkra krakkanna sem voru um borð í skólabílnum. „Hann sagði flestum þeirra að fara út úr bílnum," hafði Senn eftir börnunum. „Svo greip hann litla strákinn og skaut bílstjórann fjórum sinnum." Nafn skotmannsins hefur ekki verið gefið upp. Alríkislögreglan vestanhafs hefur tekið yfir rannsókn málsins.Fréttina á vef CNN má sjá hér.
Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Sjá meira