Erlent

Fyrsta áfanga í hernaði Frakka í Malí er lokið

Franski herinn hefur tryggt yfirráð sín yfir bænum Kidal í norðurhluta Malí. Þar með er fyrsta áfanganum náð í baráttu Frakka, og annarra þjóða, gegn íslamistum í Malí en Kidal var síðasta vígi þeirra í landinu.

Frakkar tóku Kidal án bardaga en íslamistarnir sem þar voru flúðu til nærliggjandi fjalla um leið og hersveitir Frakka umkringdu bæinn í gærdag.

Í frétt á vefsíðu BBC segir að franski herinn bíði nú eftir liðstyrk frá Afríkuríkjum áður en annar áfangi hernaðaraðgrerða gegn íslamistunum hefst en hann felst í að hrekja þá úr fylgsnum sínum í fjöllunum og nærliggjandi eyðimörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×