Enski boltinn

Tevez neitar að skrifa undir hjá City

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mynd / Getty Images
Carlos Tevez, leikmaður Manchester City, gefur það í skyn í breskum fjölmiðlum um helgina að hann ætli ekki að skrifa undir nýjan samning við félagið og halda á ný aftur á heimaslóðir til Argentínu árið 2014.

Tevez á að hafa neitað tveggja ára samningi við Man. City og ætlar sér frekar að klára samning sinn við félagið og leika þar næstu 18 mánuði.

Leikmaðurinn hefur áhuga á því að klára ferilinn með Boca Juniors í heimalandinu.

„Ég á rúmlega eitt ár eftir af samning mínum við City. Þeir hafa boðið mér tveggja ára samning en ég hef meiri áhuga á því að spila í Argentínu þar sem ég á heima. Þetta verður samt sem áður erfitt þar sem Manchester City mun aldrei láta mig fara fyrir ekkert."

„Forseti Boca hefur alltaf sagt við mig að hurðin sé opin og ég geti komið til þeirra hvenær sem er."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×