Erlent

Amma á sextugsaldri dæmd til dauða fyrir fíkniefnasmygl

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Dómurinn var kveðinn upp í gær. Eins og sjá má var Sandiford brugðið við dómsuppkvaðningu.
Dómurinn var kveðinn upp í gær. Eins og sjá má var Sandiford brugðið við dómsuppkvaðningu. Mynd/ afp.
Bresk kona, Lindsay Sandiford, var í gær dæmd til dauða, fyrir að reyna að smygla fíkniefnum á eyjunni Balí. Það vekur athygli að konan er orðin 56 ára gömul og amma, eins og fram kemur á fréttavef Sky. Hún var handtekin í maí síðastliðnum á flugvellinum í Balí þegar tollverðir fundu um 3,8 kíló af kókaini í farangri hennar. Í dómnum segir að Sandiford hafi eyðilagt ímynd Balí sem ferðamannaparadísar og veikt baráttu yfirvalda í fíkniefnastríðinu. Sandiford neitar sök.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×