Erlent

Arnold verður Tortímandinn

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Tortímandinn er þekktasta hlutverk Svakanaggsins.
Tortímandinn er þekktasta hlutverk Svakanaggsins.
Austurríska vöðvatröllið Arnold Schwarzenegger segist verða með í nýjustu kvikmyndinni um Tortímandann sem nú er í undirbúningi.

Arnold hefur nú snúið aftur á hvíta tjaldið eftir nærri áratugalanga fjarveru, en hann fer með aðalhlutverk kvikmyndarinnar The Last Stand, sem frumsýnd var í bíóhúsum ytra um síðustu helgi.

Verður nýja myndin um Tortímandann sú fimmta í röðinni, en Arnold fór með stórt hlutverk í fyrstu þremur. Í fjórðu myndinni var leikarinn fjarri góðu gamni, en þó sást honum bregða fyrir í tölvuteiknaðri útgáfu.

Enn er ekki ljóst hver mun leikstýra myndinni, en frumsýning er áætluð árið 2015.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×