Erlent

Tilraunir með fuglaflensu hafnar á ný

MYND/AFP
Tilraunir með H5N1 fuglaflensuna eru hafnar á ný í Hollandi og í Bandaríkjunum. Þar reyna vísindamenn að stjórna stökkbreytingum veirunnar svo að hún geti smitast milli manna.

Með því að opna fyrir smitleiðir veirunnar vonast vísindamennirnir til að þróa öflugra mótefni gegn henni sem geti spornað við mögulegum heimsfaraldri.

Tilraunirnar voru harðlega gagnrýndar á síðasta ári og var þeim frestað af ótta við að veira gæti mögulega sloppið úr rannsóknarstofum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×