Erlent

Mikil flóð herja á íbúa í Queensland í Ástralíu

Að minnsta kosti þrír hafa farist og fólk hefur í hundraða tali þurft að flýja heimili sína vegna mikilla flóða í Queensland í Ástralíu um helgina.

Í frétt um málið á vefsíðu BBC segir að á sumum stöðum sé um verstu flóð í manna minnum að ræða. Í Brisbane höfuðborg Queensland eru um 5.000 heimili og hús í hættu á að verða flóðunumn að bráð. Á einum stað í borginni hafast um 30 manns við á húsþaki og bíða björgunnar.

Flóð þessi komu í kjölfar þess að hvirfilbylur gekk yfir Queensland en honum fylgdi mikið úrhelli. Bylur þess herjar nú á hluta af New South Wales.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×