Erlent

Þrívíddin sett á ís

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Hinn háaldraði Christopher Lee berst við tölvuteiknaðan Yoda í Attack of the Clones. Þrívíddarútgáfan bíður betri tíma.
Hinn háaldraði Christopher Lee berst við tölvuteiknaðan Yoda í Attack of the Clones. Þrívíddarútgáfan bíður betri tíma.
Nú hefur öllum áformum um að þrívíddarvæða gömlu Stjörnustríðsmyndirnar verið frestað.

Lucasfilm, sem nýverið var selt til Disney-samsteypunnar, vinnur nú hörðum höndum að nýrri mynd í seríunni og hyggst beina öllum sínum kröftum og krónum í það. Verður hún sú sjöunda í röðinni.

Fyrsti kaflinn var sýndur í þrívídd í byrjun síðasta árs, og áttu hinir kaflarnir fimm að fylgja í kjölfarið, eða einn á ári hverju.

Svo verður ekki, og ljóst er að margir aðdáendur þessa lífseiga myndaflokks anda nú léttar, en þrívíddaráformin hafa fengið misjafnar viðtökur.

Nýja myndin verður frumsýnd árið 2015 og J.J. Abrams hefur verið fenginn til að leikstýra henni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×