Erlent

Mannfjöldi jarðar nær tíu milljörðum um næstu aldamót

Í nýrri úttekt Sameinuðu þjóðanna um fjölda jarðarbúa í lok þessarar aldar kemur fram að fjöldinn muni hafa náð jafnvægi við 10 milljarða manna.

Með jafnvægi er átt að fæðingar verða jafnmargar og dauðsföll á hverju ári. Mannfjöldi jarðarinnar náði sjö milljörðum árið 2011. Þá höfðu aðeins liðið 13 ár frá því að mannfjöldinn var sex milljarðar.

Fjallað er um þessa úttekt í tímaritinu The Economist. Þar segir að samhliða fjölgun jarðarbúa muni meðalaldur þeirra fara hækkandi. Hækkunin sé vegna batnandi lífskjara einkum hjá fátækari þjóðum.

Árið 2011 var meðalaldur jarðarbúa 32 ár sem var fjórum árum eldra en hann var árið 1950. Jafnframt voru lífslíkurnar að meðaltali rúmlega 60 á.

Í Economist segir að meðalaldurinn verði kominn upp í 42 ár við lok þessarar aldar. Á sama tíma munu lífslíkur aukast verulega og verða orðnar 81 ár að meðaltali við aldalokin. Það er nokkru hærra en lífslíkur hér á landi og í Japan eru í dag en þessi tvö lönd hafa löngum skipað efstu sætin á listum yfir langlífi karla og kvenna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×