Erlent

Karzai hittir Obama í Hvíta húsinu í dag

Hamid Karzai forseti Afganistan er staddur í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum. Hann mun hitta Barack Obama Bandaríkjaforseta á hálftíma fundi þeirra í Hvíta húsinu í dag.

Í gær hitti Karzai þau Hillary Clinton utanríkisráðherra og Leon Panetta varnarmálaráðherra Bandaríkjanna.

Karzai kemur með óskalista um ýmis hergögn sem hann vill fá frá Bandaríkjastjórn. Jafnframt ræðir hann um framtíð bandaríska hersins í Afganistan en stjórnvöld í Bandaríkjunum vilja kalla hermenn sína heim frá landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×