Enski boltinn

Van Persie og Villas-Boas bestir í desember

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Robin van Persie, framherji Manchester United.
Robin van Persie, framherji Manchester United. Mynd/NordicPhotos/Getty
Robin van Persie, framherji Manchester United og Andre Villas-Boas, stjóri Tottenham, voru valdir bestir í desembermánuði af valnefnd ensku úrvalsdeildarinnar. Van Persie er besti leikmaður mánaðarins en Villas-Boas besti knattspyrnustjórinn.

Robin van Persie var með fimm mörk og þrjár stoðsendingar í sex leikjum Manchester United í desember en United-liðið náði í 16 af 18 mögulegum stigum í mánuðinum.

„Þetta var stór mánuður fyrir okkur. Hlutirnir gengu upp hjá okkur í desember," sagði Robin van Persie á heimasíðu ensku úrvalsdeildarinnar.

André Villas-Boas stýrði Tottenham til sigurs í fjórum af sex deildarleikjum í desember en liðið náði í þrettán af átján mögulegum stigum í mánuðinum.

„Desember var frábær hjá okkur og við komum okkur í þá stöðu sem við viljum vera. Við erum í 3. sæti í deildinni en það skiptir öllu máli hvernig þetta endar í vor," sagði André Villas-Boas.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×