Enski boltinn

Benitez svekktur út í sína menn

Chelsea missti af tveimur mikilvægum stigum í toppbaráttu enska boltans í gær er liðið missti niður tveggja marka forskot gegn Southampton í jafntefli.

Stjórinn, Rafa Benitez, var að vonum ekki ánægður með þetta hrun hjá sínu sínu liði. Stuðningsmenn Chelsea bauluðu á sitt lið eftir leikinn.

Chelsea er aðeins búið að vinna einn af síðustu sjö heimaleikjum sínum í deildinni.

"Við verðum að vera grimmari. Er við náum 2-0 forskoti þurfum við að stýra leiknum. Við eigum að hafa næga reynslu til þess að geta skorað þriðja markið og slátrað leiknum," sagði Benitez.

"Við fengum svo sannarlega færin en við nýtum þau ekki. Það er vandamálið. Þó svo við séum í þriðja sæti getum við ekki verið ánægðir með þetta. Við getum betur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×