Erlent

Fann gullmola að verðmæti 40 milljóna króna

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ástralskur gullgrafari datt í lukkupottinn þegar hann málmleitartæki hans kom honum á slóðir 5,5 kg þungs gullmola.

Maðurinn, sem ekki vill koma fram undir nafni, fann molann um 60 sentimetrum undir yfirborði jarðar nærri bænum Ballarat í Viktoríufylki í Ástralíu.

„Ég hef leitað að og átt viðskipti með málma í tvo áratugi. Ég man ekki hvenær ég sá síðast gullmola þyngri en 2,8 kg sem fannst á almannafæri," er haft eftir Cordell Kent. Kent rekur verslun sem sérhæfir sig í kaupum og sölum á verðmætum málmum í Ballarat.

Verðmæti gullmolans er talið nema í kringum 40 milljónum króna. Sá heppni hefur birt myndband af gullmolanum á youtube. Myndbandið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×